Við níu götur í Reykjavík búa fleiri listamenn sem fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár en á öllu landinu fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Þetta sýnir greining Heimildarinnar á úthlutuninni og byggir á skráningu í þjóðskrá.
Að minnsta kosti eitt dæmi er þó um rithöfund sem býr sannarlega á höfuðborgarsvæðinu en hefur lögheimilisskráningu á Suðurlandi. Rúmlega 80 prósent þeirra listamanna sem fá greidd listamannalaun eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, og þar af 219 í Reykjavík. Sex prósent launþeganna eru skráðir erlendis í þjóðskrá.
Sé aðeins horft á þá sem búsettir eru á landinu er hlutfall þeirra á höfuðborgarsvæðinu 89 prósent. Til samanburðar búa um 64 prósent íbúa landsins á höfuðborgarsvæðinu.

























Athugasemdir