Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Við níu götur í Reykjavík búa fleiri listamenn sem fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár en á öllu landinu fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Þetta sýnir greining Heimildarinnar á úthlutuninni og byggir á skráningu í þjóðskrá.

Að minnsta kosti eitt dæmi er þó um rithöfund sem býr sannarlega á höfuðborgarsvæðinu en hefur lögheimilisskráningu á Suðurlandi. Rúmlega 80 prósent þeirra listamanna sem fá greidd listamannalaun eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, og þar af 219 í Reykjavík. Sex prósent launþeganna eru skráðir erlendis í þjóðskrá.

Sé aðeins horft á þá sem búsettir eru á landinu er hlutfall þeirra á höfuðborgarsvæðinu 89 prósent. Til samanburðar búa um 64 prósent íbúa landsins á höfuðborgarsvæðinu.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Já mér finnst þetta skrítinn fréttaflutningur og eitthvað ómálefnalegt. Fólkið sem sækir um býr flest í Reykjavík svo eðlilega fær það flesta styrkina.. Og kannski eðlilega býr það á höfuðborgasvæðinu þar sem það mögulega getur haft atvinnu þegar það er ekki á listamannalaunum..
    0
  • Hallveig Rúnarsdóttir skrifaði
    Og hver voru hlutföllin af umsækjendum eftir búsetu? verður ekki að horfa á þetta út frá því? það er nú bara þannig að þeir sem vilja geta lifað af t.d. tónlist eða sviðslistum sem eru mjög stór hluti þiggjenda starfslauna listamanna þurfa að búa þar sem stærstur hluti gesta býr, því það er nánast hvergi annarsstaðar nægilegur fjöldi verkefna til að fylla upp í starfsárið. Þetta er alveg hreint ótrúlega skrýtinn fréttaflutningur.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Á hvaða leið er Heimildin ?
    3
  • SJ
    Svala Jónsdóttir skrifaði
    Listamannalaun eru ekki byggðastyrkur. Þau á að veita út frá gæðum listarinnar, ekki búsetu.
    4
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Er verið að reyna að gera kjördæmapot úr þessu?
    3
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Æ, mér finnst að frekar mætti spyrja um framlag þessa fólks en hvar það býr.
    5
  • Margrét Jónsdóttir skrifaði
    Hvaða götur eru þetta?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Listamannalaun

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár