Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni

Við níu götur í Reykjavík búa fleiri listamenn sem fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár en á öllu landinu fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Þetta sýnir greining Heimildarinnar á úthlutuninni og byggir á skráningu í þjóðskrá.

Að minnsta kosti eitt dæmi er þó um rithöfund sem býr sannarlega á höfuðborgarsvæðinu en hefur lögheimilisskráningu á Suðurlandi. Rúmlega 80 prósent þeirra listamanna sem fá greidd listamannalaun eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, og þar af 219 í Reykjavík. Sex prósent launþeganna eru skráðir erlendis í þjóðskrá.

Sé aðeins horft á þá sem búsettir eru á landinu er hlutfall þeirra á höfuðborgarsvæðinu 89 prósent. Til samanburðar búa um 64 prósent íbúa landsins á höfuðborgarsvæðinu.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár