Borgin vill auka gervigreind og minnka kulnun

Borg­ar­stjóri lagði fram hag­ræð­inga­til­lög­ur al­menn­ings en 265 ábend­ing­ar bár­ust. Á með­al þeirra mátti finna til­lög­ur Við­reisn­ar, sem taldi eng­ar af sín­um til­lög­um hafa rat­að í sam­an­tekt meiri­hlut­ans.

Borgin vill auka gervigreind og minnka kulnun
Borgarstjórn Nýr meirihluti setti hagræðingatillö0gur almennings á oddinn þegar tilkynnt var um nýtt samstarf fyrr á árinu. Mynd: Golli

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur lagt fram samantekt á þeim tillögum almennings um betri nýtingu tíma og fjár, sem borginni hugnast best. Hugmyndirnar voru lagðar fram á fundi borgarráðs í lok nóvember og fyrir borgarstjórn í gær. Alls bárust 265 tillögur frá almenningi samkvæmt samráðsgáttinni, en 26 hugmyndir voru dregnar fram í samantektinni.

Athygli vakti að meðal þeirra sem skiluðu inn tillögum í samráðsgátt borgarinnar var oddviti Viðreisnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem var í meirihluta borgarstjórnar áður en hann sprakk í febrúar síðastliðnum.

Hugmyndaleitin var hluti af því sem lagt var upp með við myndun nýs meirihluta VG, Sósíalista, Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Pírata, að fyrirmynd ríkisstjórnarinnar sem hafði þá óskað eftir sparnaðar- og niðurskurðartillögum frá almenningi. 

Vilja auka notkun á gervigreind

Meðal þess sem borgin leggur til er að nýta gervigreind betur, að umsjónarmenn fasteigna sjái um að þjónusta skóla í stað verktaka og að rýna sérstaklega mönnun og skipulag verkefna með hagræði að leiðarljósi.

Þá hyggst borgin endurskoða ráðgjafakaup og verkkaup og tryggja samningsstjórnun auk þess að endurskoða ferla varðandi ferðaheimildir og gera afgreiðslu stafræna. Síðustu tillögurnar beinast að fjármála- og áhættustýringarsviði utan kaupa á ráðgjöfum og verktökum, sem nær einnig yfir umhverfis- og skipulagssvið.

Vilja minnka kulnun

Meirihlutinn stefnir einnig að því að minnka veikindahlutfall og kulnun starfsfólks í allri starfsemi borgarinnar og var tillaga þess eðlis jafnframt lögð fram á sama fundi. Sú tillaga snýr að stýrihópi sem mun aðstoða stjórnendur við að greina vandann.

Sú áætlun kostar um 40 milljónir samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð. Á móti telur meirihlutinn að sparnaðurinn hlaupi á hundruð milljóna takist vel upp.

Beðið er eftir kostnaðarmati vegna hugmyndanna sem og mati á hversu raunhæfar þær eru. Oddviti Viðreisnar gagnrýnir í bókun að lítill áhugi hafi verið á hugmyndum hennar og jafnframt furðar hún sig á seinagangi í vinnu með tillögur um hagræðingu.

Vill leggja niður tvö ráð

Meðal tillagna Viðreisnar var að leggja niður Mannréttindaskrifstofu borgarinnar og eins tvö pólitísk ráð, sem voru annars vegar mannréttindaráð og svo stafræna ráðið. Eins lagði Viðreisn til að selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga að mati Viðreisnar og nefndi Iðnó og húsnæði Tjarnargötu sem dæmi í því tilliti.

Eins og fram hefur komið bárust 265 tillögur um hagræðingu til borgarinnar, en ríkisstjórninni bárust rétt um 4000 umsagnir sem voru kynntar í janúar síðastliðnum. Hér má skoða allar þær tillögur sem bárust í samráðsgáttinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár