Gervigreind notuð við gerð umbúða: „Ekki hættir að nota listamenn og grafíska hönnuði“

Skipt­ar skoð­an­ir eru á um­búð­um ut­an af jólaís­kúlu frá Kjörís, en not­ast var við gervi­greind við gerð henn­ar. Mark­aðs­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir fyr­ir­tæk­ið ekki hafa hug á því að starfa í and­stöðu við mark­að­inn en vill þó nýta gervi­greind­ina vel.

Gervigreind notuð við gerð umbúða: „Ekki hættir að nota listamenn og grafíska hönnuði“
Tæknin Markaðsstjóri Kjöríss segir að gervigreind hafi verið nýtt við gerð teikningarinnar. Mynd: Aðalsteinn

„Þessar tilteknu umbúðir eru að mér vitandi ekki gerðar fullkomlega af gervigreind þótt gervigreind hafi verið notuð,“ segir Elías Þorvarðarson, markaðsstjóri Kjöríss, um umbúðir jólaíss fyrirtækisins. „Það eru margir sem halda að umbúðirnar í heild sinni séu hannaðar af gervigreind – en gervigreind er nýtt við teikninguna.“

Nýlega sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um það að Kjörís væri mögulega að notast við gervigreind í myndum á umbúðum utan af ís. 

Í því samhengi var athygli vakin á pakkningum utan af jólaískúlu frá Kjörís en bent var á að á þeim væri mynd með gulum blæ, sem er eitt einkenni gervigreindarmynda. Þá er öll áferð myndanna á umbúðunum mjög í anda þeirra mynda sem gervigreindarforrit framleiða.

Lagðist þetta mjög misvel í netverja, sem fannst sumum myndin bera með sér sálarleysi og verklagið einkennast af tregðu við að greiða listafólki fyrir vinnu sína.

„Leti og matargerð fara ekki saman. Hver er metnaðurinn …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár