„Þessar tilteknu umbúðir eru að mér vitandi ekki gerðar fullkomlega af gervigreind þótt gervigreind hafi verið notuð,“ segir Elías Þorvarðarson, markaðsstjóri Kjöríss, um umbúðir jólaíss fyrirtækisins. „Það eru margir sem halda að umbúðirnar í heild sinni séu hannaðar af gervigreind – en gervigreind er nýtt við teikninguna.“
Nýlega sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um það að Kjörís væri mögulega að notast við gervigreind í myndum á umbúðum utan af ís.
Í því samhengi var athygli vakin á pakkningum utan af jólaískúlu frá Kjörís en bent var á að á þeim væri mynd með gulum blæ, sem er eitt einkenni gervigreindarmynda. Þá er öll áferð myndanna á umbúðunum mjög í anda þeirra mynda sem gervigreindarforrit framleiða.
Lagðist þetta mjög misvel í netverja, sem fannst sumum myndin bera með sér sálarleysi og verklagið einkennast af tregðu við að greiða listafólki fyrir vinnu sína.
„Leti og matargerð fara ekki saman. Hver er metnaðurinn …












































Athugasemdir