Miðflokkurinn rýkur upp undir 20% fylgi

Hóf herta bar­áttu í inn­flytj­enda­mál­um og hef­ur aldrei mælst sterk­ari.

Miðflokkurinn rýkur upp undir 20% fylgi
Stuðningur eykst enn Snorri Másson og Sigríður Andersen við þingsetningu. Mynd: Golli

Miðflokkurinn bætir enn við sig fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og er kominn í 19,5%, eftir að hafa mælst með 16,3% fyrir mánuði síðan. Flokkurinn hefur aldrei mælst eins sterkur í könnuninni.

Fyrir tæplega tveimur vikum vakti athygli þegar Miðflokkurinn náði 17,3% í könnun Maskínu, sem er meira en áður hafði mælst. 

Hægri flokkar næðu meirihluta þingmanna

Sjálfstæðisflokurinn mælist nú með 16,5% fylgi og Viðreisn 12,8% fylgi. Samtals eru hægri flokkarnir þrír með 48,8% fylgi og 34 þingmenn, en það dugar fyrir meirihluta á Alþingi.

Samfylkingin mælist þó enn sterk, nú með 31,1% fylgi, en aðrir vinstri flokkar eru veikir.

Píratar, Vinstri græn og Sósíalistaflokkur Íslands mælast ekki inni á þingi, ekki frekar en í síðustu kosningum.

Frá kosningum hefur Flokkur fólksins misst mest fylgi. Flokkurinn fékk 13,8% í síðustu kosningum fyrir ári en mælist nú með aðeins 5,2% fylgi. 

Viðreisn hefur misst 3 prósentustiga fylgi frá kosningum.

Þjóðarpúls Gallups hefur enn ekki verið birtur á vef Gallups, en Ríkisútvarpið er með samning um frumbirtingu niðurstaðna Þjóðarpúlsins. Þar kemur fram að alls hafi fylgi Samfylkingar og Miðflokksins aukist um 18 prósentustig frá kosningum.

Könnun Gallups var gerð frá 3. til 30. nóvember.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Það er fyrirkvíðanlegur andskoti hvað miðflokkurinn er kominn með mikið fylgi út á mannfjandsamleg málefni. Góðu fréttirnar eru þær að sjálfstæðisflokkurinn er að leka niður.
    1
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Og ef miðflokkurinn nær svo að lokum yfirhöndinni þá verður Anna Stella náfrænkamínafturforsætisráðherrafrú íslands! Oghverásvoaðverakomintvisvarframmínnílífið?
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár