Þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýndi „menntaelítu“ og sagði ákveðinn hóp hafa grimm tök á stéttinni og ákveða hvað sé ásættanlegt skólastarf og hvað ekki. Þetta kom fram í rimmu hans við hóp kennara á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið á föstudag.
Umræðan hófst fyrir helgi eftir að Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla og Melaskóla, birti myndband á TikTok þar sem hann kallaði eftir því að einkunnir yrðu aftur gefnar í tölum en ekki bókstöfum. Bætti hann því við, líklega í gríni, að kennarar elskuðu að gefa nemendunum einkunnina „drullusokkur“.
Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, gagnrýndi myndbandið í spjallhópnum. „Birtist þá ekki menntamálaráðherraefni flokksins í stuttu myndbandi hvers inntak er að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti bókstafaeinkunnum (sem nóta bene voru skrifuð inn í námskrá í ráðherratíð Sjálfstæðisráðherra – og kynnt á sínum tíma sem stórkostleg framför af aðalleikara myndbandsins …











































Athugasemdir (1)