Árni Guðmundsson, félagsuppeldisfræðingur og formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir ýmislegt benda til þess að vímuefnaneysla ungmenna sé að aukast þrátt fyrir að niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar bendi til annars. Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, vísaði til rannsóknarinnar í umræðum og gerði alvarlegar athugasemdir við umfjöllun Morgunblaðsins í kjölfarið, sem benti hafði fjallað um að tilkynningum vegna vímuefnaneyslu ungmenna hefði fjölgað mikið síðstu ár.
Árni hefur unnið á vettvangi forvarna um árabil og segir íslensk stjórnvöld vera að missa boltann í forvörnum. Það birtist meðal annars í þjónustuskerðingum við ungmenni síðustu ár. Þá sjái starfsfólk félagsmiðstöðva þessa þróun greinilega.
„Ég fullyrði að það er ekki hægt að draga of víðar ályktanir af rannsókninni [niðurstöðum íslensku æskulýðsrannsóknarinnar],“ segir Árni og bætir við: „En segjum að þetta sé rétt, þá stendur eftir að fólkið á gólfinu ef svo má segja, starfsfólk …










































Athugasemdir