Töluverðrar furðu gætir innan Sjálfstæðisflokksins vegna frávísunartillögu Söndru Hlífar Ocares, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem ákvað að vísa frá tillögum borgarfulltrúa eigin flokks í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur í byrjun október. Einn viðmælandi sagði það fáheyrt að slíkt gerðist og mundu aðrir viðmælendur Heimildarinnar, sem til þekkja, ekki eftir sambærilegum uppákomum.
Úr varð að Sandra Hlíf situr ekki lengur í heilbrigðisnefnd, en hún hafði sætaskipti við Björn Gíslason, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann var færður úr innkaupa- og framkvæmdaráði borgarinnar og tók sæti í heilbrigðisnefnd, en Sandra tók á móti sæti hans í innkauparáði.
Ekki þríklofinn

„Þetta var mjög sérstakt, ég tek undir það,“ svarar Björn Gíslason spurður út í málið en lætur þar við sitja. DV greindi fyrst frá átökum innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og sagði hann í raun þríklofinn vegna málsins og birtist greinin nafnlaust í þar til gerðum dálki miðilsins. Björn segir það …










































Athugasemdir