Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, hefði sjálfur átt að afgreiða fjölda þeirra NPA-samninga sem safnast hafa upp, óafgreiddir, í Reykjavík, eins og lög hafi lengi kveðið á um. Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi ekki búið til ný verkefni fyrir sveitarfélögin.
„Það sem er uppsafnað er því miður vegna vanbúinna fjárhagsáætlana sveitarfélaga til að taka utan um fatlað fólk í sínu sveitarfélagi. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Inga og vísar til orða Einars um að 42 samningar um NPA liggi fyrir hjá borginni. Inga segir að borgin, undir stjórn Einars, hafi allan tíman haft þá skyldu að afgreiða NPA-samninga.
„Hann er að sveifla sér upp á dekk og blæs í allar áttir einhverjum ósannindum og virðist ekki alveg vera beintengdur við raunverulega hlutina, eins og þeir eru,“ segir Inga. „Þetta fólk hefur þurft að bíða alltof lengi og þótt …












































Athugasemdir