Huldukonan
Hrífandi fjölskyldusaga sem skrifuð er af mikilli fimi og glettni sem fer að missa marks eftir því sem fantasía verður meira ráðandi í frásögninni.
„Þetta var stórkostlegasta ráðgáta sem bæjarbúar höfðu staðið frammi fyrir í manna minnum. Eftirsóttur piparsveinn, aldrei við kvenmann kenndur, birtist einn daginn með móðurlaust barn.“ (bls. 18)
Huldukonan, ný skáldsaga Fríðu Ísberg, hverfist um þessa ráðgátu –hver huldukonan, barnsmóðir Sigvalda Matthíassonar, sé. Samhliða spurningunni sem liggur henni til grundvallar gerir bókin að umfjöllunarefni sínu fjórar kynslóðir Lohr-fjölskyldunnar sem hefur alið manninn í afskekktri byggð á Vestfjörðum.
Sigvaldi er fyrsti drengurinn til að fæðast í fjölskyldunni í fleiri áratugi og velur að búa einn í niðurníddu ættaróðalinu í eyðivíkinni Dýrleifarvík. Þegar hann birtist einn daginn með stúlkubarn fara konurnar í fjölskyldunni á stúfana til að reyna að komast að því hver móðir barnsins sé eiginlega. Samhliða leitinni eru sögur nokkurra kynslóða fjölskyldunnar sagðar, allt frá því um öndverða 20. öld þegar blómlegt líf var í víkinni. Sögur af ástum og örlögum Lohr-fjölskyldunnar eru raktar; furðulegum draumförum og jafnvel fjölskyldumeðlimum sem hurfu …












































Athugasemdir