Marjorie Taylor Greene, einn helsti bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og áhrifakona í Repúblikanaflokknum, tilkynnti í gærkvöldi að hún ætlaði að segja af sér þingmennsku. Tilkynningin kom viku eftir að Trump dró opinberlega til baka stuðning sinn við hana.
Í myndbandi sem Greene birti á samfélagsmiðlum í gær sagði þessi 51 árs gamla þingkonan frá Georgíu, sem fyrst var kjörin árið 2020, að hún hafi „alltaf fyrirlitið Washington DC og aldrei passað inn“.
Hún sagðist ekki vilja að stuðningsfólk sitt eða fjölskylda þyrfti að ganga í gegnum „sársaukafulla og hatramma prófkjörsbaráttu forsetans sem við börðumst öll fyrir, bara til að berjast og ná endurkjöri á meðan Repúblikanir munu líklega tapa kosningunum.“
„Ég mun segja af mér embætti og síðasti dagurinn minn verður 5. janúar, 2026,“ sagði hún.
Afsögn Greene er skýrasta merkið hingað til um vaxandi klofning innan MAGA-hreyfingar Trump, eftir gott gengi Demókrata í síðustu kosningum. Þar á meðal …













































Athugasemdir