Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn. Samfylkingin er enn stærst. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Miðflokkurinn mælist með 17,3 prósent fylgi og hefur aldrei verið stærri í mælingum Maskínu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 15,3 prósent. Viðreisn stendur í 13,5 prósentum.
Fylgi Samfylkingar mælist 29,1 prósent, svipað og í síðustu könnun.














































Athugasemdir