Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Deildi efni til varnar Hitler á TikTok

Fram­kvæmda­stjóri Bæj­ar­ins Beztu seg­ist deila miklu efni á TikT­ok og að hann muni ekki eft­ir að hafa deilt mynd­bönd­um til varn­ar Þýskalandi nas­ism­ans eða með texta um Ad­olf Hitler: „Hann gerði ekk­ert rangt“. Deil­ing­ar á TikT­ok séu ekki yf­ir­lýst­ar skoð­an­ir.

Deildi efni til varnar Hitler á TikTok
„Hann gerði ekkert rangt“ Baldur Ingi segist ekki muna eftir að hafa deilt myndbandinu.

Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bæjarins Beztu, hefur deilt myndböndum á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem gripið er til varnar fyrir Þýskaland nasismans eða Adolf Hitler, leiðtoga Þýskalands í Seinni heimsstyrjöldinni.

Í einu þeirra er textinn „He did nothing wrong“ eða „Hann gerði ekkert rangt“ á skjánum á meðan ræðumaður lofar stefnu Hitlers og Nasistaflokksins í húsnæðismálum.

Myndböndunum deildi Baldur Ingi inn á milli fjölda annarra myndbanda sem hann endurbirti, en sum eru frá Bæjarins beztu, sögufræga pylsuveitingastaðnum sem hann rekur, og mörg frá Einni pælingu, hlaðvarpsþáttunum sem Bæjarins beztu styrkja fjárhagslega.

Bæjarins beztu er þekktur veitingastaður alþjóðlega og oft er fjallað um pylsuvagninn þegar frægir útlendingar heimsækja hann eða bryddað er þar upp á nýjungum. Baldur Ingi kemur reglulega fram í fjölmiðlum fyrir hönd fyrirtækisins. 

„Ég endurbirti eiginlega allt saman“

Í samtali við Heimildina segist Baldur Ingi ekki muna eftir myndböndunum sem um ræðir. …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    Viðurstyggilegt! Ekki mun ég kaupa pylsu þarna aftur!
    2
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Óttalegt rugl er þetta.
    kannski fyllsta ástæða að kaupa ekki oftar pulsu hjá þessum aðila.
    3
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Sorglegt
    2
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    "Maðurinn er fífl." sagði félagi minn eitt sinn. Stundum finnst manni það eiga vel við.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár