Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bæjarins Beztu, hefur deilt myndböndum á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem gripið er til varnar fyrir Þýskaland nasismans eða Adolf Hitler, leiðtoga Þýskalands í Seinni heimsstyrjöldinni.
Í einu þeirra er textinn „He did nothing wrong“ eða „Hann gerði ekkert rangt“ á skjánum á meðan ræðumaður lofar stefnu Hitlers og Nasistaflokksins í húsnæðismálum.
Myndböndunum deildi Baldur Ingi inn á milli fjölda annarra myndbanda sem hann endurbirti, en sum eru frá Bæjarins beztu, sögufræga pylsuveitingastaðnum sem hann rekur, og mörg frá Einni pælingu, hlaðvarpsþáttunum sem Bæjarins beztu styrkja fjárhagslega.
Bæjarins beztu er þekktur veitingastaður alþjóðlega og oft er fjallað um pylsuvagninn þegar frægir útlendingar heimsækja hann eða bryddað er þar upp á nýjungum. Baldur Ingi kemur reglulega fram í fjölmiðlum fyrir hönd fyrirtækisins.
„Ég endurbirti eiginlega allt saman“
Í samtali við Heimildina segist Baldur Ingi ekki muna eftir myndböndunum sem um ræðir. …














































Athugasemdir (1)