Trans fánum er flaggað við Ráðhús Reykjavíkur í dag í tilefni af alþjóðlegum minningardegi trans fólks.
„Dagurinn er til að minnast trans fólks sem hefur verið myrt eða tekið eigið líf,“ segir í færslu á Facebook síðu Reykjavíkurborgar.
„Dagurinn er haldinn árlega um allan heim þann 20. nóvember, á dánardegi trans konunnar Chanelle Pickett sem var myrt í Boston,“ segir ennfremur.
Í grein á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að í ár sé minnst 281 trans einstaklinga sem myrt hafa verið frá 1. október 2024 til 30. september 2025. „90% þeirra voru trans konur eða manneskjur með kvenlæga kyntjáningu samkvæmt tölum Transgender Europe (TGEU), regnhlífarsamtaka trans samtaka í Evrópu og Mið-Asíu,“ segir í greininni. „Þess ber að nefna að það hefur færst í aukana að talsfólk og aðgerðarsinnar séu fórnarlömb morða, eða rúm 14%. Tekið skal fram að talan byggir eingöngu á skráðum fjölda morða á trans einstaklingum.“
Trans Ísland, félag …














































Athugasemdir (1)