Nær allir telja það hafa verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að segja af sér. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Maskína gerði á afstöðu almennings. 97,5 prósent telja ákvörðunina hafa verið rétt en 2,5 prósent ranga.
Lítill munur er á kynjum, aldurshópum og búsetu, en það er einna helst fólk á Norðurlandi sem telur ákvörðunina ekki hafa verið rétta. Þá eru 5,4 prósent þeirra sem eru með eina milljóna til 1,2 milljónir í heimilistekjur á því að ákvörðunin hafi verið röng.
Stuðningsfólk Framsóknarflokks skera sig hins vegar úr. 13,2 prósent þeirra telja ákvörðun Sigríðar Bjarkar hafa verið ranga og 86,8 prósent rétta.














































Athugasemdir