Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina.
Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 7,25%.
Yfirlýsing peningastefnunefndar var birt rétt í þessu á vef Seðlabankans.
„Verðbólga var 4,3% í október og jókst um 0,2 prósentur frá mánuðinum á undan,“ segir í tilkynningunni. „Hún hefur haldist í um 4% í tæpt ár. Undirliggjandi verðbólga sýnir áþekka þróun.“
Í tilkynningunni kemur fram að hægt hafi á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar og vísbendingar um viðsnúning í efnahagsumsvifum verði æ greinilegri.
„Þar vegur þungt röð áfalla sem hafa skollið á útflutningsgreinum“
„Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans virðist spennan í þjóðarbúinu horfin og útlit er fyrir að það hægi meira á hagvexti en áður var talið. Þar vegur þungt röð áfalla sem hafa skollið á útflutningsgreinum en ekki síður það umrót sem hefur skapast á innlendum lánamarkaði í …














































Athugasemdir