Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Katastrófa fyrir danska jafnaðarmenn

Þrátt fyr­ir að vera stærst­ur eru stjórn­mála­skýrend­ur á einu máli um að sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í Dan­mörku hafi ver­ið kat­ast­rófa fyr­ir Jafn­að­ar­manna­flokk­inn. Ven­stre hef­ur þeg­ar tryggt sér fleiri borg­ar- og bæj­ar­stjóra­stóla, þó fylgi hans hafi líka dreg­ist sam­an.

Katastrófa fyrir danska jafnaðarmenn
Barátta Borgir og bæir Kaupmannahafnar hafa undanfarnar vikur verið skreyttar myndum frambjóðenda. Mynd: Sergei GAPON / AFP

Þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn á landsvísu hafa danskir stjórnmálaskýringar lýst sveitastjórnarkosningunum sem katastrófu fyrir Jafnaðarmannaflokk Mette Frederiksen. Stuðningur við flokkinn dróst saman um meira en fimm prósent frá því árið 2021. 

Jafnaðarmenn bjuggust við að tapa fylgi miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en snemma í gærkvöldi viðurkenndi formaður flokksins og forsætisráðherra, Mette Frederiksen, að útlitið virtist vera verra en búist hafði verið við.

Nú í morgunsárið er ljóst að Jafnaðarmenn töpuðu fylgi í 87 af 98 sveitarfélögum.

Kaupmannahöfn var vígi sem Jafnaðarmenn höfðu haldið í meira en 100 ár og átt yfirborgarstjóra allar götur síðan 1938, þegar það embætti var fyrst skipað. Flokkurinn missti einnig völd í Gladsaxe, Næstved, Holstebro, Køge og Fredericia – fimm sveitarfélögum sem lengi hafa verið talin sterk vígi Jafnaðarmanna.

Hvergi var fylgistapið þó meira en í Frederikshavn, þar sem Jafnaðarmenn töpuðu meira en 31 prósent fylgi frá síðustu kosningum. 

Hægri flokkurinn Venstre hefur í nótt staðið í ströngu við myndun meirihluta víða um land og hefur þegar tryggt sér borgar- og bæjarstjóraembætti í 39 sveitarfélögum, þrátt fyrir að hafa tapað fylgi í kosningunum. Flokkurinn er því í leiðtogastöðu í fleiri sveitarfélögum en nokkur annar flokkur.

Jafnaðarmenn hafa hins vegar náð að semja sig í 26 stóla, sem er langt frá þeim 44 sem flokkurinn hafði síðasta kjörtímabilið. 

Enn er óljóst hver verður yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn. Einingalistinn hlaut rúm 22 prósent, Sósíalíski þjóðarflokkurinn tæp 18 og Jafnaðarmenn 12,7 prósent. Bæði Einingarlistinn og Jafnaðarmenn töpuðu fylgi á milli kosninga en vinstri flokkarnir héldu þó meirihluta borgarfulltrúa. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Trump er víða…því miður kjósa fylgismenn hins ömurlegs leiðtoga USA með rassgatinu frekar en með hagsmunum heildarinnar. Heilbrigði er dýrmætari eign en Kronan í vasanum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu