Stjórnarmaður RÚV, Ingvar S. Birgisson, segist íhuga að leggja fram tillögu á stjórnarfundi RÚV þar sem hlutleysi ríkisútvarpsins verði skoðað sérstaklega. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir öllum stjórnarmönnum frjálst að taka mál upp á vettvangi stjórnarinnar og að hann bíði nú og sjái hvort Ingvar taki þetta mál upp þar.

Athygli vakti þegar Ingvar skrifaði í vikunni pistil á Vísi þar sem hann dró hlutleysi Ríkisútvarpsins í efa. Í samtali við Heimildina tekur hann þó skýrt fram að í þessu sé ekki falinn áfellisdómur yfir starfsfólki. „Ég er með það til skoðunar hvort tillaga verði lögð fram og með hvaða hætti slík úttekt verði,“ segir hann.
Kveikjan að þessum hugmyndum Ingvars er staða BBC. Minnisblað um hlutleysi breskrar systurstofnunar RÚV var lekið í The Telegraph og kom þar …















































Athugasemdir