Aðeins 27% landsmanna eru hlynnt því að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði. Þá eru 38% beinlínis andvíg því.
Minnstur stuðningur við umsvif RÚV á auglýsingamarkaði eru hjá yngra fólki, en hann eykst með aldri. Þannig eru 37% fólks yfir 60 ára aldri hlynnt auglýsingum á RÚV en 16% fólks undir þrítugu og 21% fólks á fertugsaldri.
Stuðningfólks Miðflokksins (64%) og Sjálfstæðisflokksins (53%) eru mest andvíg, en Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingar mest hlynnt auglýsingum á RÚV.
Mestur stuðningur landfræðilega er á Austurlandi, þar sem 46% vilja að RÚV sé á auglýsingamarkaði, en í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru aðeins 21% hlynnt því.
Ísland sker sig úr
Ríkisútvarpið á Íslandi er, ólíkt í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar, rekið með auglýsingafé og selur þar af leiðandi auglýsingar í samkeppni við einkarekna fjölmiðla, samhliða fjármögnun frá ríkinu. Alls fékk Ríkisútvarpið 6,7 milljarða króna í fjárframlög frá ríkinu sem fengið er með skattfé
Á sama tíma og Alþingi hefur með fjárlögum hækkað framlög til Ríkisútvarpsins ár frá ári, voru framlög til einkarekinna fjölmiðla í gegnum styrkjakerfi lækkuð lítillega.
Viðskiptaráð hefur bent á að starfsmönnum einkarekinna fjölmiðla hafi fækkað um 69% frá 2008 en fækkun á RÚV á tímabilinu verið 16%, með fjölgun frá árinu 2012.














































Athugasemdir