Inga Sæland, húsnæðis- og félagsmálaráðherra, beygði af þegar hún flutti ræðu á Alþingi um atkvæðagreiðslu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn var samþykktur nú fyrir stundu (um klukkan 16:15) með 45 atkvæðum. Fimm greiddu ekki atkvæði.
„Ég get næstum farið að gráta, ég er svo glöð að vera komin hingað,“ sagði Inga Sæland og bætti við í ræðu sinni: „Öllum skal tryggður réttir til aðstoðar vegna öldrunar, örorku, atvinnuleysis og hvers annars sambærilegs,“ sagði hún. Hún sagði að þó þetta væri það sem boðað væri í stjórnarskrá Íslands, „hef ég ítrekað staðið hér til þess að verja tilverurétt fatlaðs fólks, sem á þegar þennan stjórnarskrárvarða rétt,“ sagði Inga sem sagði að lokum og beygði af: „Hjartans þakkir fyrir að vera komin hingað.“
Stuttar umræður fór svo fram þar sem nokkrir þingmenn greindu frá atkvæði sínu, og fögnuðu flestir þessum tímamótum. Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er …
















































Athugasemdir