Listamaðurinn og hönnuðurinn Þorleifur Kamban Þrastarson er látinn aðeins 43 ára að aldri. Þetta kom fyrst fram á Vísi.
Þorleifur fæddist í Reykjavík 28 nóvember 1981. Hann lést í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember síðastliðinn.
Foreldrar Þorleifs eru Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur og Þröstur Kamban Sveinbjörnsson vélstjóri. Bræður hans eru Sindri Rafn og Eyþór Kamban.
Eftirlifandi unnusta Þorleifs er Andrea Eyland. Börn Þorleifs eru Sara Kamban, Sóley, Eldey, Kári, Björgey Njála, Hrafnkell Kamban, Týr, Björgvin Ylur og Þröstur Varmi.
Þorleifur ólst upp í Efra-Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla og nam rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann nam grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist árið 2016. Þorleifur starfaði lengi á auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks.
„Samhliða vann hann að ótal mörgum verkefnum enda einstaklega fjölhæfur og skapandi, knúinn áfram af róttækum hugmyndum og stöðugri forvitni. Þorleifur var mikill ævintýramaður, elskaði ferðalög, veiði og var mikill náttúruunnandi,“ að því er fram kemur …
















































Athugasemdir