Taugalæknirinn og fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, hefur aftur tekið höndum saman með Hannesi Smárasyni athafnamanni, sem starfaði með honum í uppbyggingu félagsins sem aðstoðarframkvæmdastjóri áður en hann varð einn af umdeildustu fjárfestum Íslands, meðal annars sem stjórnarformaður FL Group.
Kári og Hannes hafa nú stofnað félagið ESH ehf, með þann tilgang að „þróa lausnir á sviði heilbrigðisþjónustu og hugbúnaðar“. Þar með taldar eru fjárfestingar, lánastarfsemi, kaup og rekstur fasteigna og önnur skyld starfsemi. Fréttavefur Mannlífs greindi fyrst frá.
Sonur Kára, Ari Kárason, er í varastjórn, en Kári sjálfur er stjórnarformaður með Hannes sem meðstjórnanda. Hannes og Kári eru helmingseigendur til jafns.
Hannes var á sínum tíma ráðgjafi við sölu Íslenskrar erfðagreiningar til bandaríska félagsins Amgen. Hann hefur búið erlendis síðustu ár og er skráður til heimilis í Bretlandi. Eins og Stundin greindi frá árið 2018 leiddi Hannes félagið NextCODE, sem vann að þróun á hugbúnaði sem sem er …












































Athugasemdir