Framhaldsskólinn á Laugum státar sig af því að vera með mjög öfluga raunmætingu nemanda á ári hverju, en því er meðal annars að þakka að skólinn byrjar seinna en aðrir framhaldsskólar. Nemendur í skólanum fara seinna að sofa en margir í öðrum skólum, en þeir ná þó engu að síður hálftíma lengri svefni, að sögn skólameistarans á Laugum. Þar hefst skóladagurinn klukkan 09.15 og hefur gert síðan 2009.
„Börnin okkar sofa hálftíma lengur, en fara samt seinna að sofa,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari á Laugum og íþróttalýsandi. Hann segir það muna nokkuð fyrir ungmennin þegar vinnuvikan er skoðuð. Þau græða tvo og hálfan tíma í svefni yfir vikuna og munar um minna.
Klukkuumræðan gengur aftur
Umræða er farin af stað á ný vegna hugmynda um að breyta klukkunni með það að markmiði að fjölga birtustundum. Málið var slegið af í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, og spilaði ýmislegt þar inn …













































Athugasemdir