Sextíu prósent þjóðarinnar telja Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, hafa staðið sig vel á sínu fyrsta ári í störfum sínum á Alþingi, að því er fram kemur í könnun Maskínu. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá formaður sem sem fæstir kjósendur flokksins eru ánægðir með. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru ánægðir með störf formanns Miðflokksins en Sjálfstæðisflokksins.
Formenn ríkisstjórnarflokkana sitja í þremur efstu sætunum. 46 prósent svarenda könnunarinnar telja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hafa staðið sig vel það sem af er kjörtímabili. 24 prósent eru ánægðir með störf Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hæstur formanna flokka sem eru í stjórnarandstöðu og mælist með 21 prósent. Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteins, er í næst síðasta sæti með 14 prósent.

Þegar litið er til þeirra sem telja …













































Athugasemdir