Í gær fundaði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri með dómsmálaráðherra. Þar óskaði hún eftir því að láta af embætti ríkislögreglustjóra og „leitast þannig við að skapa frið um embættið og lögregluna í heild sinni. Ráðherra samþykkti beiðnina og tekur hún gildi næsta föstudag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í dag.
Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, tekur tímabundið við embættinu.
Sigríður Björk mun fara í verkefni er tengjast baráttu gegn kynbundnu ofbeldi hjá dómsmálaráðuneytinu. „Ég fæ nú tækifæri til að einbeita mér að þessum mikilvægu verkefnum næstu árin í dómsmálaráðuneytinu og mun því áfram þjóna dómsmálaráðherra af trúmennsku þótt í nýju hlutverki sé,“ segir hún í pistli til samstarfsfólks síns.
Hagsmunir lögreglu ofar eiginhagsmunum
Í pistlinum segir hún um ákvörðunina: „ Ástæðurnar eru nokkrar. Sú stærsta er að ég met það svo að það sé ekki til hagsbóta fyrir lögregluna í heild að ég sé í stafni eftir umfjöllun síðustu …













































Athugasemdir