Sanna útilokar framboð fyrir Sósíalista undir núverandi stjórn

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir borg­ar­full­trúi úti­lok­ar að fara fram fyr­ir Sósí­al­ista­flokk­inn á með­an nú­ver­andi stjórn hans er við lýði. Sam­starf á vinstri vængn­um komi til greina.

Sanna útilokar framboð fyrir Sósíalista undir núverandi stjórn

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir útilokað að hún fari í framboð fyrir flokkinn meðan núverandi stjórn hans er við lýði. Hún sér enn fremur ekki fyrir sér raunhæfar leiðir til þess að Sósíalistar sem fylgi henni geti starfað innan flokksins. 

Þetta kemur fram í umfjöllun Gímaldsins um oddvita stjórnmálaflokkanna í Reykjavík. 

„Mig lang­ar að halda áfram en ég sé ekki mögu­leika á að fara fram með Sós­í­alist­um eins og stað­an er nún­a,“ segir Sanna við Gímaldið. „Eins og stað­an er og mið­að við allt sem á und­an er geng­ið, tel ég litl­ar lík­ur á að fara fram und­ir merkj­um Sós­í­alista og al­veg úti­lok­að með­an þau sem stýra flokkn­um núna ráða þar ríkj­u­m.“

Sanna hefur margoft mælst sá borgarfulltrúi sem nýtur hvað mestra vinsælda. Hefur því verið velt upp í fjölmiðlum hvort Sanna gæti leitt nýtt framboð á vinstri vængnum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Við Gímaldið sagði hún að samstarf á vinstri vængnum kæmi vel til greina.

Deilur og vantraust

Miklar deilur hafa verið í Sósíalistaflokknum um nokkurt skeið en ný framkvæmdastjórn var kjörin í vor eftir kosningar á aðalfundi sem hafa verið kallaðar hallarbylting. Eftir að nýja framkvæmdastjórnin, sem leidd er af Sæþóri Benjamín Randalssyni, tók við sagði Sanna sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn þótt hún sitji enn í borgarstjórn.

Í ágúst lýsti Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi yfir vantrausti á á Sönnu Magdalenu vegna þess sem kallað var óvirðing hennar við flokkinn. Ásakaði svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks með ríkisstyrk hans.

Á nýlegum félagsfundi í Sósíalistaflokknum var farið fram á að haldinn yrði auka aðalfundur, sem Sanna kallaði eftir að framkvæmdastjórnin tæki mark á. Í tilkynningu frá stjórninni til flokksfélaga eftir fundinn sagði að margir hefðu mætt á hann „til að hleypa honum upp með óskum um að fara út fyrir valdsvið fundarins.“

Í forsvari nýrra samtaka

Eftir átökin tóku Sanna og margir þeirra sem hurfu á brott úr ábyrgðastöðum fyrir Sósíalista sæti í stjórn annarra samtaka: Vorstjörnunar. Það félag hafði verið rekið við hlið Sósíalistaflokksins og fjármagnaði meðal annars rekstur félagsheimilis flokksins og sjónvarps- og útvarpsstöðvarinnar Samstöðvarinnar.

Þeim hugmyndum hefur verið velt upp, að bjóða fram undir þeirra merkjum, endurheimti stuðningsfólk Sönnu ekki stjórn á flokknum. Vorstjarnan nýtur þó engra fjárframlaga úr ríkissjóði líkt og Sósíalistaflokkurinn. Framlög til borgarstjórnarflokks Sósíalista úr borgarsjóði hafa hins vegar verið látin renna til Vorstjörnunnar, sem og hlutfall af launum borgarfulltrúa flokksins.

Það er því ekki útilokað að félagið gæti með skömmum tíma orðið að stjórnmálahreyfingu og framboði.


Árétting: Í upphaflegri frétt var haldið fram að á nýlegum félagsfundi hefði verið samþykkt að halda auka aðalfund. Um þetta eru þó skiptar skoðanir. Sanna hefur haldið því fram en meðlimir í framkvæmdastjórn flokksins segja að svo hafi ekki verið.
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hér lekur lígin af Sönnu litlu Peningarnir sem hún talar um koma frá Sóscelistaflokknum stílarnir sem þau sitja á stálu þau af flokknu ásamt hljóðkerfi og samkomu tjaldi sem flokkurin er með reikinga fyrir Sanna er jagn lðigin og óheiðarleg & Sárin þar sér ekki mun á kúk og skít.
    -5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár