Engin áætlun gerð um tap ríkissjóðs vegna séreignarsparnaðarleiðarinnar

Fjár­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur ekki met­ið ná­kvæm­lega hversu mikl­um fram­tíð­ar­skatt­tekj­um rík­is­sjóð­ur verð­ur af við það að sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­in svo­kall­aða verð­ur fest í sessi. Ríki og sveit­ar­fé­lög urðu af 33 millj­örð­um króna í fram­tíð­ar­skatt­tekj­ur vegna úr­ræð­is­ins und­an­far­in fjög­ur ár að mati ráðu­neyt­is­ins.

Engin áætlun gerð um tap ríkissjóðs vegna séreignarsparnaðarleiðarinnar
Daði Már Kristófersson Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki gert áætlun um hversu mikið af skatttekjum tapast í framtíðinni við það að séreignarsparnaðarleiðin verður fest í sessi. Mynd: Golli

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hyggst festa í sessi séreignarsparnaðarleiðina svokölluðu, þá almennu heimild að ráðstafa megi séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána. Þessi aðgerð er hlutiaaf húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur hins vegar ekki gert návæma áætlun um hversu miklum framtíðarskatttekjum ríkissjóður verður af vegna þessa.

Úrræðið var fyrst kynnt árið 2013 sem hluti af „Leiðréttingunni“ sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kom á fót. Með því er heimilt að greiða mánaðarlegan séreignarsparnað sinn beint inn á húsnæðislán skattfrjálst eða nota uppsafnaðan séreignasparnað við kaup á fasteign. Þetta er kallað almenna úrræðið en sérstakt úrræði fyrir fyrstu kaupendur er einnig í boði.

Sérfræðingahópur komst að því að séreignarsparnaðarleiðin hefði helst gagnast þeim tekjuhæstu og kostað ríkissjóð milljarða á ári í tapaðar skatttekjur. Megnið af þeim skatttekjum sem ríkissjóður hafði gefið eftir vegna úrræðisins rann til tekjuhæstu hópanna.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár