Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hyggst festa í sessi séreignarsparnaðarleiðina svokölluðu, þá almennu heimild að ráðstafa megi séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána. Þessi aðgerð er hlutiaaf húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur hins vegar ekki gert návæma áætlun um hversu miklum framtíðarskatttekjum ríkissjóður verður af vegna þessa.
Úrræðið var fyrst kynnt árið 2013 sem hluti af „Leiðréttingunni“ sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kom á fót. Með því er heimilt að greiða mánaðarlegan séreignarsparnað sinn beint inn á húsnæðislán skattfrjálst eða nota uppsafnaðan séreignasparnað við kaup á fasteign. Þetta er kallað almenna úrræðið en sérstakt úrræði fyrir fyrstu kaupendur er einnig í boði.
Sérfræðingahópur komst að því að séreignarsparnaðarleiðin hefði helst gagnast þeim tekjuhæstu og kostað ríkissjóð milljarða á ári í tapaðar skatttekjur. Megnið af þeim skatttekjum sem ríkissjóður hafði gefið eftir vegna úrræðisins rann til tekjuhæstu hópanna.












































Athugasemdir