Samfylkingin er eini þingflokkurinn á Alþingi sem hefur ekki skilað ársreikningi til Ríkisendurskoðunar. Flokkinn er því að finna á skussalista Ríkisendurskoðunar, vanskilalistanum sem er birtur á heimasíðu stofnunarinnar. Allir aðrir þingflokkar hafa skilað inn ársreikningi og eru þeir allir í skoðun, hafa þeir því ekki verið birtir, en skilafrestur rennur út 31. október ár hvert.
Stjórnmálaflokkar fá fjárveitingu frá ríki eða sveitarfélögum og er því skylt að skila inn ársreikningum til Ríkisendurskoðanda svo stofnunin geti sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart almenningi.
Skilin eru almennt dræm þegar öll stjórnmálasamtök landsins og aðildarfélög eru skoðuð. Aðeins 18 stjórnmálasamtök af 96 hafa skilað inn ársreikningum og eru vanskil því 81,2 prósent.
Á meðal stærri flokka sem hafa ekki skilað inn ársreikningi eru Sósíalistaflokkur Íslands, Píratar og VG. Tveir síðastnefndu féllu af þingi í síðustu kosningum, en Sósíalistar héldu sér yfir lágmarksfylgi til þess að njóta fjárstuðning skattgreiðenda, eða 3,5 prósent.
Þegar litið …












































Athugasemdir