Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Samfylkingin eini þingflokkurinn á vanskilalista Ríkisendurskoðunar

Að­eins um 18 stjórn­mála­flokk­ar og fé­lög tengd þeim, hafa skil­að inn árs­reikn­ingi til Rík­is­end­ur­skoð­anda. Sam­fylk­ing­in er eini flokk­ur­inn á Al­þingi sem hef­ur ekki skil­að.

Samfylkingin eini þingflokkurinn á vanskilalista Ríkisendurskoðunar
Samfylkingin vann öflugan sigur í síðustu kosningum, en hefur ekki skilað inn ársreikningi. Mynd: Golli

Samfylkingin er eini þingflokkurinn á Alþingi sem hefur ekki skilað ársreikningi til Ríkisendurskoðunar. Flokkinn er því að finna á skussalista Ríkisendurskoðunar, vanskilalistanum sem er birtur á heimasíðu stofnunarinnar. Allir aðrir þingflokkar hafa skilað inn ársreikningi og eru þeir allir í skoðun, hafa þeir því ekki verið birtir, en skilafrestur rennur út 31. október ár hvert.

Stjórnmálaflokkar fá fjárveitingu frá ríki eða sveitarfélögum og er því skylt að skila inn ársreikningum til Ríkisendurskoðanda svo stofnunin geti sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart almenningi. 

Skilin eru almennt dræm þegar öll stjórnmálasamtök landsins og aðildarfélög eru skoðuð. Aðeins 18 stjórnmálasamtök af 96 hafa skilað inn ársreikningum og eru vanskil því 81,2 prósent. 

Á meðal stærri flokka sem hafa ekki skilað inn ársreikningi eru Sósíalistaflokkur Íslands, Píratar og VG. Tveir síðastnefndu féllu af þingi í síðustu kosningum, en Sósíalistar héldu sér yfir lágmarksfylgi til þess að njóta fjárstuðning skattgreiðenda, eða 3,5 prósent.

Þegar litið …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár