Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Mamdani sigraði í New York

Sósí­alist­inn Zhor­an Mamd­ani er nýr borg­ar­stjóri New York-borg­ar. Eng­inn fram­bjóð­andi hef­ur feng­ið jafn mörg at­kvæði og hann síð­an í kosn­ing­un­um 1969.

Mamdani sigraði í New York
Sigurvegari Zohran Mamdani, fagnaði sigrinum á kosningavöku í Brooklyn. Mynd: ANGELA WEISS / AFP

Zohran Mamdani var í nótt kjörinn nýr borgarstjóri í New York. Hann sigraði með 50,4 prósent atkvæða en meira en milljón borgarbúa greiddu honum atkvæði. Enginn borgarstjóri hefur fengið jafn mörg atkvæði síðan árið 1969. Óvenju góð kjörsókn var í kosningunum í ár en tvöfalt fleiri greiddu atkvæði nú en síðast. 

„Ég er ungur, þrátt fyrir allar mínar tilraunir til að eldast,“ sagði Mamdani í sigurræðu sinni fyrir framan fullan sal stuðningsmanna sinna og uppskar hlátur. „Ég er múslimi. Ég er lýðræðissinnaður sósíalisti. Og það sem verst er af öllu: ég neita að biðjast afsökunar á neinu af þessu.“

Sigur Mamdani var afgerandi. Andrew Cuomo, helsti andstæðingur Mamdani, hlaut 41,6 prósent atkvæða. Hann hafði áður tapað fyrir Mamdani í forvali Demókrataflokksins en bauð sig fram sem óháður frambjóðandi, utan flokka. Repúblikaninn, Curtis Sliwa, fékk 7,1 prósent atkvæða.

Mamdani mætti harðri andstöðu innan eigin flokks og þótti ólíklegur sigurvegari þegar hann bauð sig fyrst fram. Hann er yfirlýstur sósíalisti og var það dregið fram í auglýsingum sem fjármagnaðar voru af milljarðamæringum á borð við Bill Ackman og fyrrverandi borgarstjórans Michael Bloombergs. 

Samkvæmt New York Times safnaði stuðningsfólk Cuomo meira en 40 milljónum dollara, á meðan stuðningsmenn Mamdani söfnuðu um 10 milljónum til að verja til kosningabaráttunnar. Samkvæmt gögnum kosningastjórnari eyddu sjálfstæðu kosningasamtökin Fix the City - svokallað super-pac - rúmlega 29 milljónum í að efla Cuomo og ráðast á andstæðinga hans. Það dugði þó ekki til.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár