HS Orka segir að milljarðalán frá eigendum sínum hafi verið nauðsynlegt til að fjármagna stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Heimildarinnar, vegna gagnrýni Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, á lántökuna, kemur fram að láninu hafi verið ætlað að tryggja að verkið gæti gengið samkvæmt áætlun og að framkvæmdalán viðskiptabanka hafi gert kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni.
Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og, að sögn HS Orku, hafi hluthafalánið numið um 40 prósentum af þeirri fjárhæð. „Hluthafalánið gerði framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi mögulegar,“ segir í svari fyrirtækisins. „Þær voru nauðsynlegar til að endurnýja eldri búnað orkuversins og auka öryggi, hagkvæmni og sveigjanleika í rekstri.“
Metið á „markaðskjörum“
Í svari HS Orku kemur fram að lánsskilmálar hafi verið metnir af óháðum endurskoðendum …













































Athugasemdir