Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

HS Orka segir lán eigenda hafa verið nauðsynlegt til fjármögnunar í Svartsengi

Orku­fyr­ir­tæk­ið HS Orka hafn­ar gagn­rýni á lán­töku hjá eig­end­um sín­um og seg­ir láns­skil­mála í eig­endaláni hafa ver­ið metna á mark­aðs­grund­velli. Lán­ið sé fram­lag eig­enda á móti fram­kvæmdaláni, sem við­skipta­banki orku­fyr­ir­tæk­is­ins hafi kraf­ist.

HS Orka segir lán eigenda hafa verið nauðsynlegt til fjármögnunar í Svartsengi
Framkvæmdalán Í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar segja fulltrúar HS Orku að nauðsynlegt hafi verið að fá framlag frá eigendum til að ráðast í framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuvers fyrirtækisins í Svartsengi. Mynd: HS Orka

HS Orka segir að milljarðalán frá eigendum sínum hafi verið nauðsynlegt til að fjármagna stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Heimildarinnar, vegna gagnrýni Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, á lántökuna, kemur fram að láninu hafi verið ætlað að tryggja að verkið gæti gengið samkvæmt áætlun og að framkvæmdalán viðskiptabanka hafi gert kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. 

Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og, að sögn HS Orku, hafi hluthafalánið numið um 40 prósentum af þeirri fjárhæð. „Hluthafalánið gerði framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi mögulegar,“ segir í svari fyrirtækisins. „Þær voru nauðsynlegar til að endurnýja eldri búnað orkuversins og auka öryggi, hagkvæmni og sveigjanleika í rekstri.“

Metið á „markaðskjörum“

Í svari HS Orku kemur fram að lánsskilmálar hafi verið metnir af óháðum endurskoðendum …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Fæstir átta sig á að þetta getur verið rétt hjá Indriða og rétt hjá HS Orku... ástæðan er að ríkisvaldið og löggjafinn búa til svona smugur sem flestir kallla Ginnungap að stærð. Og þið getið bókað að menn skoða ekki meira en þeir þurfa. Af hverju haldið þið að Skattrannsóknarembættið var innlimað í skattinn ? Af hagkvæmisástæðum ? Ef þið trúið því þá eigið þið þetta bara skilið.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár