Framúrkeyrsla embættis ríkislögreglustjóra er meiri en „áður eru dæmi um“ að því er kemur fram í minnisblaði dómsmálaráðuneytis þar meiriháttar hallarekstur embættisins er gagnrýndur. Nú stefnir í eins og hálfs milljarða hallareksturs embættis ríkislögreglustjóra og sér ekki fyrir endann á vandanum sem dýpkar á milli ára.
Svokallaður „annar rekstrarkostnaður“ ríkislögreglustjóra hefur aukist um helming á einu rekstrarári og fer úr 3 milljörðum árið 2023 upp í 6,5 milljarða árið 2024. Þetta er meðal annars það sem finna má í ársreikningi Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári.
RÚV greindi frá því á mánudag að verktaki embættisins hefði fengið samanlagt 160 milljónir á fimm árum. Úr varð að verktakinn var ráðinn í starf hjá embættinu, þó til þess eins að draga ráðninguna til baka skömmu síðar, enda ráðningabann hjá embættinu.
Ferða, fundar og sérfræðiþjónusta eykst um helming
Ríkislögreglustjóri áætlar að hallarekstur embættisins sé nær einn og hálfur milljarður vegna þessara tveggja rekstrarára en mesta …
 
            
        
    



















































Athugasemdir