Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur ákveðið að gera varanlega þá almennu heimild að ráðstafa megi séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána.
Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, hefur skrifað fjölda greina um úrræðið og bent á að það hafi aukið misskiptingu á Íslandi og nýst „best setta hluta þjóðarinnar“ – það er þeim sem eiga og þéna mest.
Þórður Snær sagði einungis boðlegt að framlengja úrræðið með því að „setja inn einhvers konar eigna- eða tekjuskerðingarmörk í kerfið og tryggja að mun fleiri en bara tekjuhæstu hópar samfélagsins nýti sér það“. Það væri sanngirnis- og réttlætismál „enda verið að tala um að gefa eftir skatttekjur barnanna okkar og barnabarna“.
Til stóð að úrræðið mundi renna sitt skeið í lok árs en það hafði verið framlengt ítrekað undanfarin ár. Úrræðið var fyrst kynnt árið 2013 sem hluti af „Leiðréttingunni“ …
 
            
        
    



















































Athugasemdir