Járnvilji, vonir og vinskapur

Járn­karl­inn er þrekraun sem krefst þess að synda 3.800 metra, hjóla 180 kíló­metra og hlaupa heilt mara­þon, en hver þraut­in tek­ur við af ann­arri. Fyrr fá­ein­um dög­um flykkt­ust hundrað Ís­lend­ing­ar til Portú­gals til að keppa í heil­um eða hálf­um Járn­karli og sigr­ast á sjálf­um sér.

Fimm þúsund manns standa þétt á og við litla sandströnd við bæinn Cascais í Portúgal eldsnemma á laugardagsmorgni í október. Öll eru klædd níðþröngum sundgöllum með sundhettur á höfði og sundgleraugu yfir. Spennustigið er hátt og fæst hafa náð að sofa vel nóttina áður, þurft að rífa sig upp löngu fyrir birtingu til að næra sig og komast á staðinn. Þau hafa undirbúið sig lengi fyrir þessa stund, að geta, þegar bjallan klingir, hlaupið út í sjó og synt í átt að sólaruppkomunni. Þau stefna öll að því að verða Járnkarlar, heilir eða hálfir, en það eiga eftir að líða margir klukkutímar þangað til þau geta fagnað þeim titlum, klukkutímar af sundi, hjóli og hlaupi.

Í þessum risahópi sem hefur raðað sér berfættur á sandströndina eru tæplega hundrað Íslendingar tilbúnir í slaginn, reynsluboltar og nýgræðingar. Í áhorfendaskaranum, sem hefur yfirtekið miðborgina í þessum fallega strandbæ, má sjá íslenska fána og …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár