Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur gert átta milljaraða dala samning um uppbyggingu nýrra kjarnaofna. Samningurinn er á milli stjórnvalda og fyrirtækjanna Westinghouse Electric Co. og Brookfield Asset Mangement. Um er að ræða fjárfestingu að jafnvirði 99,7 billjóna íslenskra króna.
Fyrirtækjunum er ætlað að leggjast í framkvæmdir á nýjum kjarnaofnum sem eiga að anna eftirspurn eftir raforku fyrir gervigreind. Fyrirtækin segja að samningurinn muni skapa tugi þúsunda starfa í 43 ríkjum. Tilkynning um áformin var birt í dag.
Endurreisnartímabil kjarnorkunnar
Chris Wright orkumálaráðherra Bandaríkjanna sagði samstarfið lið í að „leysa úr læðingi stórkostlega framtíðarsýn Trumps [Bandaríkja]forseta um að fullkomna orkuþörf Bandaríkjanna og vinna hnattræna kapphlaupið um gervigreind. Trump forseti lofaði endurreisn kjarnorkunnar og nú stendur hann við það.“
Í frétt Reuters segir að samningurinn sé „metnaðarfyllsta fjárfesting í kjarnorku í áratugi og undirstrikar stefnu Trumps um „orkuyfirráð“ sem beinist að olíu, gasi, kolum og kjarnorku.“
Þá er þetta einnig liður í áætlun …














































Athugasemdir