Aðalbjörg Sif Kristinsdóttir, Íris Hrund Halldórsdóttir og Monika Waleszczynska kynntust í tengslum við sjósundið sem þær hafa stundað um árabil. Þar sem þær urðu allar fimmtugar á árinu hefur hver þeirra farið fimmtíu sinnum í sjósund á mismunandi stöðum, en þó ekki endilega saman. Monika bendir á að það sé áskorun að finna fimmtíu staði til að fara í sjó, þar sem það þarf meðal annars að huga að öryggi. Þær höfðu mismikinn áhuga á sundi áður en þær fóru að stunda sjósund. Fjórða konan í hópnum, Erna Héðinsdóttir, var ekki í bænum þegar viðtalið var tekið.
Aðalbjörg Sif, sem kölluð er Sif, segist vera íþróttakona að upplagi, en hún æfði fimleika í tíu ár. Hún æfði einnig sund í hálft ár á sínum tíma þegar búið var að vígja nýju sundlaugina í Garðabæ árið 1989. „Bekkjarsystir mín plataði mig til þess að vera með, en það var verið að …


























Athugasemdir