Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Pyntingarnefnd skráði erindi gegn íslenska ríkinu

Ís­lenska rík­ið þarf að svara er­indi pynt­ing­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna eft­ir að mað­ur frá Kam­erún var synj­að um máls­með­ferð. Mað­ur­inn end­aði aft­ur í heima­land­inu, þar sem hann var pynt­að­ur.

Pyntingarnefnd skráði erindi gegn íslenska ríkinu
Útlendingastofnun synjaði manninum um hæli og kærunefnd útlendingamála staðfesti þá ákvörðun. Mynd: Bára Huld Beck

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum hefur skráð erindi hælisleitenda frá Kamerún sem var sendur af landi brott til Möltu í sumar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Löglærður talsmaður mannsins, Brynjólfur Sveinn Ívarsson, segir þetta umtalsverðan áfanga en nefndin hefur einungis skráð 1.260 erindi síðan árið 1989. Af þeim hefur nefndin birt álit um 523 mál.

Kamerúnmaðurinn er fæddur árið 1997 og flúði frá heimalandi sínu út af borgarastyrjöld þar í landi sem er afleiðing nýlendustefnu Frakka og Englendinga. Átökin hverfast um Frönskumælandi Kamerúnmenn sem ofsækja þá enskumælandi og segir Brynjólfur að skjólstæðingur sinn, sem er ekki unnt að nafngreina að svo komnu vegna öryggissjónarmiða, hafi lent í miklu ofbeldi í heimalandinu.

Hann var verslunareigandi, búð hans var brennd til grunna þar sem hann var sakaður um að hafa selt andspyrnuhreyfingunni sígarettur. Maðurinn var svo laminn úti á götu af hermönnum. Hann var síðar fangelsaður þar sem hann mátti sæta pyntingum. Þegar hann …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magni Hjálmarsson skrifaði
    Það er erfitt að lesa þessa frétt. Hún er í hróplegri andstöðu við þau lífsgildi sem þjóðin trúir á.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár