Eignarhlutur í Minigarðinum í hagsmunaskrá Kristrúnar

Eig­in­mað­ur Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á hlut í mini­golf­velli og veit­ing­a­rekstri í Skútu­vogi. Meiri­hluta­eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins er í for­svari fyr­ir hags­muna­sam­tök sem hafa það markmið að gæta hags­muna til­tek­inna fyr­ir­tækja gagn­vart ákvörð­un rík­is­stjórn­ar og Al­þing­is.

Eignarhlutur í Minigarðinum í hagsmunaskrá Kristrúnar
Minigolf Rúmlega 9,5 prósenta eignarhlutur eiginmanns Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er skráður í hagsmunaskrá hennar hjá Alþingi. Ekki stendur til að selja hlutinn en aðstoðarmaður hennar segir þau hjónin enga aðkomu hafa að rekstrinum. Mynd: Golli

Eignarhlutur í Minigarðinum, sem rekur minigolfvöll og veitingastaði í Skútuvogi, eru meðal þriggja fyrirtækja í hagsmunaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Í svari til Heimildarinnar segir aðstoðarmaður ráðherrans að eignarhlutur í Minigarðinum sé í höndum eiginmanns hennar, sem og eign í tveimur öðrum fyrirtækjum sem getið er í skráningunni. 

FormaðurAthafnamaðurinn Sigmar er í forsvari fyrir bæði Munnbitann, félagsins um rekstur Minigarðsins, og Atvinnufjelagsins, hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

„Þeir hlutir í félögum sem taldir eru upp í hagsmunaskráningu Alþingis eru eign eiginmanns forsætisráðherra en hann á 9,59% eignarhlut í félaginu Munnbitinn ehf,“ segir í skriflegu svari aðstoðarmanns Kristrúnar. Munnbitinn er félagið utan um rekstur Minigarðsins. 

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson er meirihlutaeigandi Munnbitans en hann hefur verið áberandi í veitingarekstri á síðustu árum. Hann var meðal stofnenda Hamborgarafabrikkunnar og kom að uppbyggingu ferðaþjónustu á Hvolsvelli áður en samstarf hans við Skúla Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "en aðstoðarmaður hennar segir þau hjónin enga aðkomu hafa að rekstrinum."
    En hún gæti haft áhrif á gjöld og annað sem gæti þyngt reksturinn.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    ÆÆÆ svo bregaðs Krosstré sem aðrir Kratar
    -3
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      Fyrst þú ert að skrifa þá þarftu að klára þína skrift ?
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár