Eignarhlutur í Minigarðinum, sem rekur minigolfvöll og veitingastaði í Skútuvogi, eru meðal þriggja fyrirtækja í hagsmunaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Í svari til Heimildarinnar segir aðstoðarmaður ráðherrans að eignarhlutur í Minigarðinum sé í höndum eiginmanns hennar, sem og eign í tveimur öðrum fyrirtækjum sem getið er í skráningunni.

„Þeir hlutir í félögum sem taldir eru upp í hagsmunaskráningu Alþingis eru eign eiginmanns forsætisráðherra en hann á 9,59% eignarhlut í félaginu Munnbitinn ehf,“ segir í skriflegu svari aðstoðarmanns Kristrúnar. Munnbitinn er félagið utan um rekstur Minigarðsins.
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson er meirihlutaeigandi Munnbitans en hann hefur verið áberandi í veitingarekstri á síðustu árum. Hann var meðal stofnenda Hamborgarafabrikkunnar og kom að uppbyggingu ferðaþjónustu á Hvolsvelli áður en samstarf hans við Skúla Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur …













































Athugasemdir (1)