„Þetta eru hlutir sem við ættum ekki að þurfa að biðja um. Þetta ætti að vera sjálfsagt,“ segja fulltrúar verkefnisins Femme Empower og Laufeyjar, nýstofnaðs ungmennaráðs Kvenréttindafélags Íslands. Á miðvikudag lagði hópurinn fram kröfur ungra kvenna og kvára á Íslandi á Kvennaári.
Ásamt því að telja upp kröfurnar greindi hópurinn frá niðurstöðum úr netkönnun og samræðum í umræðuhópum á viðburði í Hinu húsinu. Niðurstöðurnar gefa mynd af upplifunum og viðhorfum kvenna og kvára á aldrinum 18-30 ára varðandi jafnréttismál, heilsu, ofbeldismál, menntun og stjórnmálaþátttöku. Um 900 einstaklingar frá Íslandi, Litháen, Portúgal, Póllandi og Rúmeníu tóku þátt í rannsókninni. 70 konur og kvár tóku þátt hér á landi.
Heimildin ræddi við fimm fulltrúa verkefnisins um jafnréttismálin, niðurstöðurnar og upplifanir þeirra í íslensku samfélagi í dag.

Ástríða fyrir femínisma
Hópurinn sem blaðamaður tók tali samanstendur af ungum …











































Athugasemdir (1)