„Hefur einhver lent í því að fá skrúfu í pylsuna sína? Dóttir mín beit næstum í hana en tók hana bara úr og kláraði restina af pylsunni,“ sagði ung móðir í Facebook-hópnum Matartips á laugardag.
Móðirin fékk viðbrögð frá gæðastjóra SS eftir frásögn hennar.
Nú hefur Matvælastofnun varað við „aðskotahlut“ í SS-pylsum. „Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað alla framleiðslulotuna í varúðarskyni,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar í dag.
Pylsurnar voru seldar í Bónus, Krónunni, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni, 10-11, Extra, Prís, Fjarðarkaup, Melabúðinni og öðrum verslunum. Síðasti notkunar dagur er 25. október 2025 og er lotunúmer 05-273.
Athugasemdir