Tilkynningum til barnaverndar og lögreglu hefur fjölgað um sextíu prósent frá árinu 2018. Flestar tilkynningar tengjast tilfinningalegu ofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri stöðutöku aðgerðahóps stjórnvalda gegn ofbeldi meðal og gegnum börnum sem kom út í dag.
Heildarfjöldi tilkynninga til barnaverndarþjónustu um ofbeldi gegn börnum jókst um 60 prósent á tímabilinu 2018-2024 eða úr 2.592 árið 2018 í 4.151 árið 2024.
Í stöðutökunni kemur fram að tilfinningalegt ofbeldi sé algengasta ástæða tilkynninga en fjölda tilkynninga um líkamlegt ofbeldi gegn börnum hefur jafnframt aukist jafnt og þétt á sama tímabili.

„Gögnin sýna að stúlkur eru oftar þolendur kynferðisofbeldis á meðan drengir verða oftar fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá eru vísbendingar um að einelti og líkamsárásir meðal drengja á miðstigi grunnskóla hafi aukist á síðustu árum.“
Tekið er fram að tilkynningar til barnaverndarþjónustu endurspegli ekki endilega fjölda barna eða ofbeldistilvika. „Sama atvik getur verið tilkynnt oftar en einu sinni, til dæmis af …
Athugasemdir