Hlutabréf í Sýn hf. féllu um meira en tuttugu prósent við opnun markaða í morgun eftir að félagið sendi frá sér lækkaða afkomuspá í gærkvöldi. Sýn gerir nú ráð fyrir mun minni rekstrarafkomu á árinu 2025 en áður hafði verið spáð og segir tekjur af sjónvarpsáskriftum langt undir væntingum.
Í tilkynningu félagsins kemur fram að tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu umtalsvert undir áætlun, auk þess sem auglýsingatekjur og tekjur af svonefndum hlutaneti (IoT) hafi ekki staðist væntingar.
Samhliða því segir félagið að ákvörðun Fjarskiptastofu, sem heimilar Símanum – stærsta samkeppnisaðila Sýnar – að sýna allt línulegt sjónvarpsefni Sýnar í eigin sjónvarpsboxum og öppum, hafi haft „íþyngjandi áhrif á rekstur og tekjumyndun“.
Endurskoða tekjumódelið
Sýn telur að samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla sé veik og gagnrýnir að stjórnvaldin hafi ekki gripið til raunhæfra aðgerða til að jafna leikinn. Annars vegar gagnvart Ríkisútvarpinu og …
Athugasemdir (1)