Trump segir „dögun nýrra Mið-Austurlanda“ komna

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ávarp­aði ísra­elska þing­ið í dag. „Þetta mun verða gull­öld Ísra­els og gull­öld Mið-Aust­ur­landa sem munu vinna sam­an,“ sagði for­set­inn sem upp­skar mik­ið lófa­tak frá þing­mönn­um. Þing­manni var vís­að á dyr vegna miða sem hann hélt uppi og á stóð: „Við­ur­kenndu Palestínu."

Trump segir „dögun nýrra Mið-Austurlanda“ komna
Fögnuður Trump uppskar mikið lófatak þegar hann ávarpaði ísraelska þingið. Mynd: AFP

„Löng og sársaukafull martröð er nú á enda,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í ávarpi sínu á ísraelska þinginu, Knesset, í dag.

Ísraelskir þingmenn stóðu upp og fögnuðu Bandaríkjaforseta innilega áður en hann hóf ávarp sitt. Trump hafði milligöngu um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. 

Hann var í fylgd með sérstökum sendiherra sínum, Steve Witkoff, tengdasyni sínum, Jared Kushner, og dóttur sinni, Ivönku Trump.

Endalok stríðs, hryðjuverka og dauða

„Við komum saman á degi mikillar gleði og aukinnar vonar,“ sagði forsetinn í erindi sínu eftir að hafa þakkað þinginu fyrir móttökurnar.  

„Þetta er ekki einungis endalokin á stríði. Þetta eru endalok tímabils hryðjuverka og dauða og upphaf tímabils trúar, vonar og Guðs. Þetta er upphaf mikils og varanlegs samhljóms fyrir Ísrael og allar þjóðir þessa svæðis sem brátt verður sannarlega stórkostlegt. Ég trúi því staðfastlega,“ sagði Trump. 

Þá sagði forsetinn að staðan í dag væri „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ 

„Gullöld“ …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár