Saleh Aljafarawi, 28 ára palestínskur blaðamaður, var skotinn til bana á Gaza einungis dögum eftir að Ísrael og Hamas náðu samkomulagi um vopnahlé.
Samkvæmt Al Jazeera var Aljafarawi skotinn til bana af meðlimum „vopnaðra borgaralegra sveita“ sem eru sagðar tengjast Ísrael, þegar hann fjallaði um átök í Sabra hverfinu í Gaza-borg sem áttu sér stað um helgina.
Fréttastofan Sanad sem Al Jazeera hefur umsjón með, hefur staðfest myndskeið sem blaðamenn og aðgerðasinnar birtu og sýndu lík Aljafarawi í vesti merktu Press eða fjölmiðill í skotti á vörubíl. Hans hafði verið saknað frá morgni sunnudags.
Aljafarawi varð þekktur fyrir myndbandsefni sem hann birti á meðan stríðinu á Gaza stóð yfir. Þá gerði hann einnig efni á YouTube, meðal annars tónlist sem hann flutti. Wear the Peace, fatamerki sem vill stuðla að mannréttindum, birti í dag myndband á Instagram af greftrunarathöfn Aljafarawi en þar sést fjöldi fólks fylgja blaðamanninum …
Athugasemdir