„Mér var boðið að taka þátt í pallborðsumræðum í Glastonbury 2021,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Á þeim tíma hafði hún ekki fengið annan skammt af bóluefni, þar sem hún var ekki metin í nægilega miklum áhættuhópi. Á ráðstefnunni smitaðist hún. „Ég fékk Covid þótt ég væri með grímu fyrir vitunum í lestum og annarri mannþröng. Ég þurfti svo að hringja á Læknavaktina þegar ég kom heim vegna þess að ég var að fara í andnauð.
Mér var sagt að fara á vaktina en ég hugsaði með mér að ég myndi ekki fara með virka Covid-sýkingu þangað, ég átti stera og tók þá. Ég varð mjög veik af Covid í mánuð en lenti ekki á spítala sem betur fer.“
Á þessum tíma var hætt að fylgjast með öllum sem greindust. Sjálf hafði hún reynt að fara varlega á meðan faraldrinum stóð. „Ég fór í allar bólusetningar og „bústera“ sem buðust …














































Athugasemdir