Ísraelsku gíslarnir lausir úr haldi Hamas

Ham­as hef­ur lát­ið tutt­ugu eft­ir­lif­andi ísra­elska gísla lausa í sam­ræmi við vopna­hlés­sam­komu­lagi sem Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hafði milli­göngu um. Ísra­el mun sleppa nær 2.000 föng­um í skipt­um. Trump kom til Ísra­els og Egypta­lands til að efla frið­ar­við­ræð­ur um Gaza.

Ísraelsku gíslarnir lausir úr haldi Hamas
Laus Vopnaðar sveitir Hamas áttu að sleppa öllum eftirlifandi ísraelskum gíslum í dag í skiptum fyrir palestínska fanga í haldi Ísraels. Í þessum bíl var einn þeirra gísla sem Hamas sleppti úr haldi og sést hér aka að Reim-herstöðinni nálægt landamærunum í suðurhluta Ísraels í morgun. Mynd: MAYA LEVIN / AFP

Hamas sleppti í morgun tuttugu eftirlifandi ísraelskum gíslum úr haldi, ssamkvæmt vopnahléssamkomulagi. Donald Trump Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar undirbúa sig fyrir leiðtogafund um Gaza. 

Mikill mannfjöldi safnaðist saman í Tel Aviv til stuðnings fjölskyldum gíslanna og braust út mikill fögnuður, tár og söngur þegar fréttir bárust af því að fyrstu gíslunum hefði verið sleppt, þó sársaukinn vegna þeirra sem ekki lifðu af væri áþreifanlegur.

Lausn gíslanna er hluti af vopnahléssamkomulagi sem Trump forseti hafði milligöngu um, en Ísrael á að sleppa nærri 2.000 föngum úr fangelsum sínum í skiptum. Afhending gíslanna átti sér stað á sama tíma og Trump kom til Ísraels í skyndiheimsókn áður en hann hélt áfram til Egyptalands á friðarfund, eftir að hafa lýst yfir að „stríðinu sé lokið“.

„Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum hafa sjö gíslar verið látnir lausir og í þeirra umsjón og eru á leið til hers og öryggisþjónustu Ísraels í Gaza,“ sögðu ísraelski …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
6
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár