Hamas sleppti í morgun tuttugu eftirlifandi ísraelskum gíslum úr haldi, ssamkvæmt vopnahléssamkomulagi. Donald Trump Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar undirbúa sig fyrir leiðtogafund um Gaza.
Mikill mannfjöldi safnaðist saman í Tel Aviv til stuðnings fjölskyldum gíslanna og braust út mikill fögnuður, tár og söngur þegar fréttir bárust af því að fyrstu gíslunum hefði verið sleppt, þó sársaukinn vegna þeirra sem ekki lifðu af væri áþreifanlegur.
Lausn gíslanna er hluti af vopnahléssamkomulagi sem Trump forseti hafði milligöngu um, en Ísrael á að sleppa nærri 2.000 föngum úr fangelsum sínum í skiptum. Afhending gíslanna átti sér stað á sama tíma og Trump kom til Ísraels í skyndiheimsókn áður en hann hélt áfram til Egyptalands á friðarfund, eftir að hafa lýst yfir að „stríðinu sé lokið“.
„Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum hafa sjö gíslar verið látnir lausir og í þeirra umsjón og eru á leið til hers og öryggisþjónustu Ísraels í Gaza,“ sögðu ísraelski …
Athugasemdir