Þegar ég geng inn á Hilton-hótelið við Suðurlandsbraut á laugardagsmorgni 11. október er mér ekki strax ljóst hvar fundarsalurinn sem ég stefni á er staðsettur. Mér til happs gengur framhjá eldri karl með hálsband sem mér sýnist vera merkt Miðflokknum og ég elti hann. Viti menn – þar blasir við mér mannhæðarhátt skilti sem stendur á „XM,“ „Áfram Ísland,“ og „Miðflokkurinn.“
Fyrir innan eru starfsmenn í óða önn að skrá fólk inn á þingið. Fjórir karlar eru í röð fyrir framan mig.
Ég gef mig fram og er vísað á brosandi mann á miðjum aldri. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi starfsmaður flokksins, tekur í höndina á mér og lofar að finna út úr því fyrir mig hvert sé best að hafa mig. Það er mismunandi milli flokka á svona samkomum hvort ákveðin svæði eða borð séu frátekin fyrir fjölmiðla.
Mér er bent á að setjast við fjölmiðlaboðið sem …
Athugasemdir