Akureyrarveikin var faraldur sem gekk árin 1948 til 1949 aðallega á Akureyri. Veikin er nú talin hafa verið veirusýking, líkt og Covid-19 og afleiðingum hennar svipar um margt til afleiðinga Covid-19.
Hvorki skyldmenni né aðrir í kringum Óskar Þór Halldórsson, blaðamanns og rithöfundar, fengu Akureyrarveikina en hann er fæddur og uppalinn í Svarfaðardal. Ástæðan fyrir skrifum hans er önnur. „Ég fór út í skrifin fyrst og fremst vegna þess að ég hef verið í grúski í mörg ár og hef skrifað nokkrar bækur en ég var iðulega að rekast á eitt og annað í sambandi við Akureyrarveikina, stuttar greinar, sem minnti mig reglulega á hana og þegar ég fór að skoða þetta, fannst mér vanta þessa sögu veikinnar í sögu Akureyrar.
Henni hafði ekki verið gerð mikil skil þar einfaldlega vegna þess að það hafði ekkert verið kafað ofan í þessa veiki, sem ég skildi svo sem vel.
Mér fannst …












































Athugasemdir