Nokkur ólga virðist vera í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vegna nýlegs útboðs mat í skólum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúi Viðreisnar bókaði spurningar sem hann vill fá svör við varðandi útboðið, meðal annars hversvegna fyrirtæki með takmarkaða reynslu af svo umsvifamiklum rekstri sótti eitt um og fékk verkefnið sem hleypur á milljörðum í þjónustusamningum.
Jón Ingi Hákonarson bókaði á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 24. september síðastliðinn og sagði þar að nokkur atriði vektu áhuga bæjarfulltrúans þegar kæmi að útboði bæjarins vegna skólamáltíða.
Þar spyr hann meðal annars: „Af hverju bauð enginn í verkið. Hvað var það í útboðsskilmálum sem reyndustu fyrirtækin á þessum markaði treystu sér ekki til að uppfylla?“
Verkfræðistofa til ráðgjafar
Þá þykir honum sérkennilegt að verkfræðistofa var til ráðgjafar í málinu en ekki ráðgjafafyrirtæki með reynslu af slíkum útboðum.
Hafnarfjarðarkaupstaður tilkynnti í júní að samningar hefðu náðst við fyrirtækið Í-mat ehf. í átján leik- og grunnskólum bæjarins.
Samningurinn tók gildi 1. ágúst …
Athugasemdir