„Ísland er okkur kært því Ísland var eitt fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínu,“ segir Varsen Aghabekian utanríkisráðherra Palestínu og bætir við: „Ef að fleiri hefði gert það á sama tíma og Ísland hefði staðan kannski verið önnur í dag.“
Aghabekian hélt erindi á árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs sem fer fram í Veröld húsi Vigdísar í Háskóla Íslands. Í erindinu lagði hún áherslu á mikilvægi alþjóðalaga sem hún sagði hafi verið virt að vettugi undanfarin ár. Skortur á beitingu þeirra telur hún eina ástæða hörmunganna í Palestínu.
„[Alþjóðalög] ættu að koma í veg fyrir hernámið sem ég hef lifað við í mörg ár,“ sagði ráðherrann og benti á að það fari eftir því hvar í heiminum fólk sér hvort að alþjóðalög séu virt eða ekki.
Ekkert réttlætti það sem hefur átt sér stað á Gaza. Þá ætti aðgerðaleysi gagnvart Ísrael – sem hafi brotið alþjóðalög – að hringja viðvörunarbjöllum. …
Athugasemdir